Einstakar gjafakörfur

Við viljum kynna okkar vinsælu gjafakörfu, sérlega kærkomið er að fá slíka gjöf á þessum skemmtilega árstíma þegar fólk er önnum kafið. Teljum við aðventuna ekki síður skemmtilega fyrir slíkar gjafakörfu en jólin sjálf.  En að sjálfsögðu henta þessar matarkörfur þó jafn vel til jólagjafa, aðventugjafa og tækifærisgjafa. Í okkar hefðbundnu  gjafakörfu er t.d. reykt og grafið hreindýrakjöt, tvær gerðir af hreindýrapaté,nánari innihaldslýsing hér neðar.

Einnig getum við raðað í gjafakörfuna eftir óskum kaupanda.

Það sem við bjóðum uppá er t.d. hreindýra-,nauta-,lamba- og svínasteikur,getum kryddað ef þess er óskað, reyktir og grafnir hreindýravöðvar, hreindýrapaté innbakað, hreindýrapaté beikonvafið, gæsapaté, sveitapaté, þurrkað hreindýrakjöt, hreindýra- og sveitapaté í krukkum,  ostar, kaffi, súkkulaði, blóðbergskrydd, blóðbergste, villikrydd, skógarberjasósa, sultur og kex.

Vínsérfræðingur okkar mælir með. Casillero del Diablo Cabernet Sauvignon eða Marques de Arienzo Gran Reserva.

Gjafakarfa innihald:
Reyktur hreindýravöðvi
Pipargrafinn hreindýravöðvi
Hreindýrapate innbakað
Baconvafið hreindýrapate
Blóðbergste frá Sandi í Aðaldal
Skógarberjasósa
Tvær tegundir af sultu
Kex