Nautainnralæri

Innralæri er stærsta vöðvinn innan á miðlærinu og er aðgreindur frá klumpi og ytralæri með þvi að skera að mestu leyti eftir himnum. Yfirborðsfita, sinar, millivöðvafita og smærri vöðvar snyrtir frá.

Vigt/stk: 2 - 4 kg
Vigt/öskju: 13 - 18kg

 

Hryggvöðvi (fíle)

Kemur úr spjaldhryggnum eftir úrbeiningu þegar búið er að fjarlægja bein og brjósk. Siða skorin frá 0-4 cm frá ytri brún hryggvöðva. Öll fita, smærri vöðvar, himnur, brjósk og bein fjarlægð.

Vigt/stk: 1.5 - 2 kg
Vigt/öskju: 15 - 17 kg

 

Nautalund

Vöðvinn undir fremsta hluta læris og aftasta hluta spjaldhryggs. Vöðvinn snyrtur af fitu, smærri vöðvum, smærri himnum, æðum og ójöfnum. Mjói hliðarvöðvinn fjarlægður. 

Vigt/stk: 1 - 1,8 kg
Vigt/öskju: 12 - 15 kg

 

Beinlaus framhryggur
(rib-eye)

Fæst úr framhrygg við úrbeiningu. Oft notað tíl prime ribs eða entrecote.  

Vigt/stk: 2 - 4 kg
Vigt/öskju: 14 - 17 kg

 

Nautamjaðmasteik 


Úr efsta hluta læris eða afturstykki. Yfirborðsfita, minni vöðvar, millivöðvafita, æðar og sinar snyrtar frá.

Vigt/stk: 1 - 1,8 kg
Vigt/öskju: 12 - 17 kg

 

Nautagúllas

Nautagúllas er fitu- og himnusnyrt nautakjöt í 2-4 cm þykkum bitum.  

Vigt/öskju: 12 - 17 kg